Sumarbústaðaferð

Jæja, margt hefur gerst um helgina, skal fara yfir nokkrar staðreyndir í fljótri runu;

  • Fór í ljós á föstudaginn með Guðnýju, hrikalega þægilegt að komast í smá lit...
  • Fórum í ELKO og keyptum nýja myndavél, Sony 7.2 pixla, hrikalega flott.
  • Ég og Guðný keyrðum upp í bústað á föstudagskvöldinu, var frekar leiðinlegt veður á leiðinni, þoka og mikil rigning. Öll umferðin þurfti að vera á 40-70 km hraða alla leið.
  • Höfðum það bara nice og slepptum okkur í Sex&theCity gláp og borðuðum popp og nammi
  • Fórum svo daginn eftir aftur til Reykjavíkur, og það í hábjörtu veðri ( þökk sé guði ).
  • Horfðum bara á mynd um kvöldið, á Music and Lyrics.
  • Svo á sunnudaginn tók ég og Guðný próf á netinu í Sál103, og vill ég taka það fram að ég fékk 10 í því W00t
  • Svo fórum við Guðný í mat til Gunnars frænda, til að fagna að afi heitinn hefði verið sjötugur í dag, til hamingju með það afi, blessi sál þína. Fengum við Bayones-skinku og brúnaðar kartöflur, sem var bara glæsilegur matur og að sjálfsögðu malt og appelsín með.

Svo fékk ég úr ensku prófi úr 'The Hobbit' í dag, og ég fékk aðra flotta tíu í einkunn, þannig ég er bara í mjög góðu skapi og alls ekki niður látinn eftir þessar einkunnir. En ég held að ég sé búinn að blaðra nóg, þannig ég ætla að enda bloggið með nokkrum myndum frá helginni.

 - Óskar H.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá, ekkert vera taka það fram að ég hafi líka fengið 10 ;)

Elska þig ;*

Guðný Björg (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðmundur Daði Guðlaugsson

Já gaman að þessu, flott að þú skulir vera að dúxa maður.

Guðmundur Daði Guðlaugsson, 1.10.2007 kl. 11:11

3 identicon

Sæll frændi, tilhamingju með glæsilegan árangur og gaman að sjá að þú heldur með nákvæmlega réttu liðunum í boltanum; Man. United og Skaganum :Ð

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Óskar Halldór Guðmundsson

Man. United og Skaginn eru bara réttu liðin  Fyndna er að fotbolti.net spáði ÍA 8-9. sæti í deildinni, en enduðu í 3. sæti sem er já, smá munur á! hehe

Óskar Halldór Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óskar Halldór Guðmundsson
Óskar Halldór Guðmundsson

Bloggari og á fjórða ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband