Litið á hlutina í öðru ljósi..

Mig langar dálítið að tjá mitt álit á þessu máli..

....okey, segjum svo að þú sért tónlistarmaður, ert að gefa þína fyrstu sólóplötu út, hrikalega ánægður og ert kannski kominn með samning við SMÁÍS um að þeir sjá um plöturnar fyrir þig. Svo eftir fyrsta útgáfudag, þá seljast nokkur hundruð eintök, en daginn eftir, lekur platan út á netið og á torrent síðu, og hvað heldurðu að þú græðir á því?
       Þetta er nákvæmlega sama staða sem Páll Óskar lenti í, nema hann semur ekki við SMÁÍS um að þeir gefi plöturnar hans út. Þess vegna þurfti hann að taka sér stöðu um að kæra sjálfur manninn sem senti út plötuna á netið. Svo er fólk standslaust að væla út í SMÁÍS um að þeir séu að reyna "koma í veg fyrir niðurhal". Í alvörunni talað, er þetta ekkert vitlaust af þeim, fannst bara skrýtið að torrent.is var svona lengi uppi. Þrátt fyrir að það lá allt ljóst fyrir að þetta var samningsbundið o.s.frv. var þetta samt brot á höfundarétti hjá Íslensku þjóðinni.
      Þrátt fyrir allt er mjög erfitt að koma í veg fyrir íslenskar torrent síður á netinu. Það koma alltaf nýjar leiðir; eftir að dc++ hætti, þá kom torrent. Eftir að torrent.is hættir, þá á maður alltaf von á nýrri torrent síðu. Málið er að ég sjálfur er ekkert á móti svona síðum eða forritum til að niðurhala gögnum, en ég held að það sé best fyrir sjálfa þjóðina að koma í veg fyrir að setja innlend gögn á netið. En ég meina, ef þér langar virkilega í dvd mynd eða nýja diskinn hjá eitthverjari hljómsveit, þá er alltaf hægt að rölta út í næsta Hagkaup og kaupa hana á 1.999- kr.

- Óskar Halldór Guðmundsson


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Torrent.is var bara tracker, það er ábyrgð þess einstaklings sem setur höfundaréttavarið efni í internetið að bera ábyrgð á því.. ekki torrent.is

fannar guð (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:22

2 identicon

Með því að hafa þetta stífar reglur á lýsingu gera stjórnendur sig seka. Þeir yfirfara allar lýsingar á efni og vita nákvæmlega hverju er verið að deila. Þeir vita, eða mega vita, að þarna sé ólögleg deiling á efni. SAMT gera þeir það mögulegt og tóku svo upp á því að selja ýmis fríðindi þarna. Þetta var það heimskulegasta sem hægt var að gera. En Svampur Sveinsson Kjarrval vildi vera meira en bara tölvunörd. Hann vildi vera framkvæmdastjóri... einræðisherra. Fyrirtæki, græða, peningar, stórlax. Það kom honum í koll á endanum, greyinu!

Ég (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:32

3 Smámynd: Skaz

Ertu þá að segja að það sé í lagi að stela svo lengi sem það er erlent efni?

 En annars þá held ég einmitt að 2000 kallinn hafi verið eitt af stóru atriðunum. Fólk er ekki tilbúið að eyða fjármunum í hluti sem það á svo kannski ekki eftir að fíla á neinn hátt eða að kaupa disk til þess að ná 1 lagi.

 Auk þess að nú orðið vill fólk nota tölvur og  ipod til þess að horfa og hlusta á fjölmiðlunaefni.

Það er ekki langt þangað til að það verður starfrækt torrent síða hér á landi þar sem hægt verður að vera í áskrift a la 365 eða Skjárinn.... Það er framtíðarþróun þessarar tækni. 

Skaz, 19.11.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Óskar Halldór Guðmundsson

Fannar guð: Það er rétt að það er á ábyrgð einstaklinsins sem sendir inn efnið inn á vefinn, en samt sem áður lendir það allt á torrent.is í fjölmiðlunum, og aðalega því Svavar gerði aldrei neitt í því að fjarlægja innlent efni af vefnum, þ.á.m. Næturvaktina, sem fór ekki framhjá neinum :)

Skaz: Tjah, kannski ekki orðað það þannig að það sé í lagi ef það er erlent efni, en það hefur samt engin áhrif á höfunda hér á landi, og nákvæmlega útaf því var torrent.is síðan felld niður. En það er samt gott comment sem þú sagðir, að það yrði starfrækt torrent síða þar sem allt er á löglegum slóðum, því það fer að hallast að því með hverju árinu.

Óskar Halldór Guðmundsson, 19.11.2007 kl. 19:46

5 Smámynd: Birkir Helgi Stefánsson

....okey, segjum svo að þú sért tónlistarmaður, ert að gefa þína fyrstu sólóplötu út, hrikalega ánægður og ert kannski kominn með samning við SMÁÍS um að þeir sjá um plöturnar fyrir þig. Svo eftir fyrsta útgáfudag, þá seljast nokkur hundruð eintök, en daginn eftir, lekur platan út á netið og á torrent síðu, og hvað heldurðu að þú græðir á því?

 

26 þúsund manns vita núna um tónlistina þína og tölurnar líklegast margfaldast.  

Birkir Helgi Stefánsson, 19.11.2007 kl. 19:54

6 identicon

Ég ætla að vitna í þig sjálfan: „En ég meina, ef þér langar virkilega í dvd mynd eða nýja diskinn hjá eitthverjari hljómsveit, þá er alltaf hægt að rölta út í næsta Hagkaup og kaupa hana á 1.999- kr.“

Ég hlusta á mikið af tónlist og horfi mikið á þætti og viðurkenni það alveg að ná í stórann hluta af því á netinu. Á hinn bóginn þá fullyrði ég að ég hefði  ekki keypt meirihlutann af því efni sem að ég á ef að ekki hefði verið fyrir dreifingu á netinu. Ég kaupi hvorki tónlistardiska né þáttaraðir nema að vita hvað það er sem að ég sé að kaupa. Þess vegna næ ég í efni af netinu. Mér finnst heldur ekki nóg að heyra eitt lag í útvarpinu (ekki það að ég hlusti á útvarp) til þess að langa að kaupa tónlistardisk, ég verð að hlusta á allan diskinn, fyrr get ég ekki dæmt hvort að hann sé verður þess að kaupa hann eða ekki.

Mér finnst svo magnað hvernig umræða í fjölmiðlum hefur verið. Hún er alltaf mjög einhliða og það sést vel á frétt sem var á RÚV fyrir um hálftíma. Þar var eininguis rætt við talsmann SMÁÍS. Einnig virðist það vera í lagi að varpa fram fullyrðingum í fréttum sem að engar sannanir eru fyrir eins og að tap á niðurhali í gegnum Istorrent séu mörg hundruð milljónir eða jafnvel milljarðar króna á ári. Ég dreg það tap stórlega í efa, aðallega vegna tveggja hluta.

Ef að ég hefði keypt allt það efni sem að ég hef niðurhalað þá væri ég búinn að borga fleiri milljónir króna fyrir það. Það er ekki nokkur möguleiki á því að ég hefði eytt milljónum í tónlist og þætti (fyrir utan það að sumir þættir sem að ég horfi á fást ekki á Íslandi ) sem að ég vissi ekki einu sinni hvort að ég hefði áhuga á. Ég veit svosem að ég hefði getað horft á sjónvarp en ég geri lítið af því aðallega vegna þess að ég vil geta horf á það sem að ég vil, þegar ég vil það og get.

Auk þess hafa verið gerðar óháðar rannsóknir, og þær sýna að eftir því sem plötu er oftar niðurhalað, þá eykt sala á henni. Mig minnir að það sé þannig að ef plötunni er niðurhalað einu sinni þá eykst salan á henni um hálfa plötu. Þannig rannsóknir sýna hvernig niðurstaða rannsóknanna var fengin, ólíkt rannsóknum sem að hafa verið gerðar á vegum höfundarréttasamtaka.

Sem dæmi um auknar vinsælir eftir dreifingu á netinu tek ég þáttaraðirnar Dr. Who og Battlestar Galactica. Þær komust báðar í dreifingu áður en byrjað var að sýna þær í sjónvarpi. Battlestar Galatica er (var í það minnsta) sú þáttaröð sem að fékk mest áhorf á SciFi stöðinni þrátt fyrir að hafa farið í dreifingu á netinu áður en byrjað var að sýna hana í sjónvarpi. Sömu sögu er að segja um Dr. Who. Ég efast ekki um að dreifing á veraldarvefnum hafi haft sitt að segja um vinsældir þessara þáttaraða. 

-Sigurður-

Sigurður (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:12

7 identicon

Á meðan við erum að borga skatt til tónlistarmanna í gegnum harðadiska, USB lykla, CD diska DVD diska og fleira sem er hægt að geyma gögn á, þá verður alltaf hægt að réttlæta niðurhal á Íslensku tónlistar efni.

En eins og staðan er í dag þá erum við öll sem notum þessar geymsluaðferðir að borga fyrir glæp sem við erum ekki búinn að fremja.

Það á ekki að vera hægt að dæma mann tvisvar fyrir sama brotið

Takið þennan skatt af og þá getum við rætt saman á réttum grundvelli. en á meðan þá finnst mér ekkert að því að við brjótum af okkur því að við erum hvort sem er búinn að fá dóm og erum löngu byrjuð að borga fyrir hann líka.

Hlynur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:13

8 identicon

@ Óskar Halldór Guðmundsson  (varðandi athugasemdina)

Þú ferð með fleiprur þegar þú segir að innlent efni hafi ekki verið fjarlægt af síðunni t.d. Næturvaktin. Það efni sem að var beðið um að yrði fjarlægt af síðunni,var fjarlægt, eins og t.d. Næturvaktin. Það reyndar orsakaði það að Næturvaktin fór í dreifingu á TPB og geta nú mikið mun fleiri náð í þættina.  

-Sigurður- 

Sigurður (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:18

9 Smámynd: Óskar Halldór Guðmundsson

Jón Frímann: Er það? Þar sem ég hélt að flest allir íslenskir tónlistadiskar væru merktir SMÁÍS, og þá getur það ekki annað verið en að þeir væru frá þeim dreifingaraðila.

Sigurður: Það er alveg laukrétt hjá þér að ef maður þurfti að borga fyrir það sem maður væri búinn að niðurhala, væri það margar milljónir. Ef ég tala fyrir sjálfan mig, þá hef ég mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og tónlist, aðalega erlendri reyndar, og ég vinn við að selja dvd-myndir og geisladiska ( innlenda sem erlenda ) og frá því ég byrjaði í því starfi, minnkaði kaupin á dvd-myndum hjá mér um 40-50% aðalega útaf ég var alltaf að bíta í það súra epli og aðrir; kaupa mynd/disk og fýla hann ekkert eftir að hann sé keyptur. Það er það fyndna við það sambandi við torrent.is að SMÁÍS gat ekki verið sama um þegar það var dreyft erlendu efni, þar sem það kom þeim ekkert við. Mitt mat er aðalega um að það hefði verið möguleiki að banna að deila innlentu efni sem kemur SMÁÍS við og koma í veg fyrir að loka síðunni. Eins og sést, er 8,5% af þjóðinni í uppnámi vegna þessa ( eða meira ). Takk fyrir fróðlegar ábendingar :)

Óskar Halldór Guðmundsson, 19.11.2007 kl. 20:38

10 Smámynd: Ingólfur

Óskar, hópurinn sem er duglegastur í því að ná ólöglega í efni er líka hvað duglegastur í að fara í bíó og kaupa tón- og mynddiska.

Því er ekki ólíklegt að salan hjá þessum tónlistarmanni tæki kipp eftir að diskurinn kæmist á netið. Það á reyndar sérstaklega við óþekkta tónlistarmenn því öll dreifing er kynning á þeim.

Eða af hverju heldurðu að þeir keppist við að komast í útvarpið þar sem allir geta hlustað á þá frítt?

Svo er verðið í Hagkaup (og Skífunni) algjört okur.

Ég er nýlega búinn að kaupa nokkrar myndir í DK fyrir 700 kall að meðaltali. Allt nýlegar myndir en þó engin glæný.

Hér heima held ég að ég hafi aldrei séð kvikmynd á innan við 999 kr.  Ef hún er seld svo ódýrt þá það kynnst sem eitthvað alveg frábært tilboð.

Ingólfur, 19.11.2007 kl. 21:14

11 identicon

Þetta bjargar ekki neinu.. nú fer fólk bara á thepiratebay.org - mininova.org eða torrentspy.com og downloadar öllu íslensku sjónvarpsefni á nákvæmlega sama hátt. Gæjinn er bara kjáni sem var með þetta að vera ekki bara með síðuna istorrent.com eða eitthvað álíka...

Torrent (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:18

12 Smámynd: Óskar Halldór Guðmundsson

Ingólfur Harri: Þetta finnst mér nefnilega frekar skrýtið. Ég þekki nokkra kvikmyndagagnrýnendur, og þeir segja sjálfir að myndir á torrent ( s.s. af netinu ) sé myndir sem ekki er hægt að sýna þeim nógu mikið það sem þeir þurfa að sjá, s.s. gæðin, leikinn, söguþráðinn, hljóðið o.s.frv. og ég er hjartanlega sammála þeim, mér finnst orðið alveg tímasóun að deila myndum á netið sem eru með CAM gæði, þar sem það verður hvort eð er ekkert náð mikið í myndina ( meirihlutinn yrði þá út á landi þar sem ekki er bíó einn af valkostur fyrir hann ). Aðalástæðan líka hví tónlistamenn séu að senda lögin sín í útvarpið er að kynna plötuna þeirra, nema þeir græða á því þar, s.s. þeir senda bara eitt lag í útvarpið, ekki alla plötuna.
Svo virkar mjög lítið að bera Ísland við önnur lönd þegar viðkemur verðinu á hlutum, allir hlutir sem koma til Íslands tvöfaldast í verði. Þrátt fyrir það, hafa fullt af nýlegum myndum frá árunum 2006-2007 sem ég hef séð verið að seljast á 999- kr. í Hagkaup. Þetta verð er bara orðið það sama og gömlu VHS-spólurnurnar nú í denn :)

Torrent: Það má bara segja að Svavar hafi verið að hugsa um að gróðann fyrir að halda svona stóru "samfélagi" á netinu, þar sem hann sjálfur var atvinnulaus og lagði sig 110% í verkið, því miður þarf hann að leita að öðru núna..

Óskar Halldór Guðmundsson, 19.11.2007 kl. 21:51

13 identicon

Það er samt ekkert ólöglegt við það að halda úti síðu sem notast við .torrent skjöl og því alveg út í hött að kæra þá menn sem standa að þessum síðum. Ef það á að kæra einhvern þá eru það þeir sem eiga þetta efni og þeir sem nota vefinn til að ná í höfundaréttar-bundið efni. Þetta er það vinsælt meðal almennings að það er stórkostlegt mál að fara í að uppræta þetta og ég efa að það verði einhverntíman gert þannig að einhver góður árangur náist. Íslenskir og erlendir tónlistar og myndbands útgefendur verða bara að sætta sig við að þetta er staðreind sem ekki verður komist hjá og ættu frekar að reyna að ná til siðferðiskennd almennings heldur en að standa í þessum málaferlum.

Haukur Óli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:24

14 identicon

Hvernig er það.

Fyrst það er lögbrot að kaupa disk, afrita og fara með hann í næsta hús og leifa Jóni nágranna að hlusta.. Efni sem er skrifað á tóman geisladisk sem á hefur verið lagður stef-skattur sem settur var á til að listamenn fengju nú eitthvað fyrir sinn snúð... Því téður diskur gæti hugsanlega verið notaður í "ólöglegt" athæfi sem þetta... N.b. að þessi skattur var líka lagður á dvd, kasettur, vhs, harðadiska og eitthvað fleira..

Hvernig er það þá ef Jón kemur í heimsókn og hlustar hjá mér ? Er hann ekki að hlusta á eitthvað sem hann má ekki hlusta á því hann hefur ekki borgað fyrir það ? 

Bara smá pæling hjá mér. Það má vel vera að ljósin séu kveikt en enginn heima..

David (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:51

15 Smámynd: Ingólfur

David, þú skalt passa að segja engum frá því að Jón komi í heimsókn til þín því þá er STEF víst til þess að rukka þig um auka stefgjöld.

Ingólfur, 20.11.2007 kl. 00:24

16 identicon

Torrent: Það skiptir ekki hvaða ending er á vefsíðunni. Það sem skiptir máli er hvar síðan er hýst. Í þessu tilviki var hún hýst á Íslandi og þessvegna er málið sótt hér á landi.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:54

17 identicon

Með Cam myndir, jú ég horfi aldrei á Cam myndir, enda koma flestar myndir þarna einnig út í HDTV gæðum sem er mun betri gæði en maður fær á DVD disk útí búð.

 Ég dl-a mikið, en ég eyði líka slatta af pening í DVD, bíóferði og geisladiska. Fer í bíó oftast allaveganna 2-3 í viku, á DVD myndir sem telja í hundruðum og sama um geisladiska, samt gæti Smáís kært mig fyrir að vera að ræna af þeim... hmm....

Ingvar (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óskar Halldór Guðmundsson
Óskar Halldór Guðmundsson

Bloggari og á fjórða ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband