Færsluflokkur: Enski boltinn

Allt að koma

Arsenal - Manchester Utd.

Jæja, góðar fréttir þrátt fyrir vondu fréttirnar með Scholes. Svo náttúrulega var Anderson fínn á móti M'boro, og Nani náttúrulega tryggði sér byrjunarsæti fyrir frammistöðuna, flottasta mark sem ég hef séð á þessari leiktíð! Spái liðinu svona;

........................VDS.......................
Brown - Ferdinand - Vidic - O'Shea
Ronaldo - Hargreaves - Carrick/Anderson - Nani
..............Rooney - Tevez...............

Spái spennandi leik og úrslitin 2 -2, Tevez og Rooney með mörkin. Hvert er ykkar álit? Wink


mbl.is Ferdinand klár í toppslaginn gegn Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofar góðu..

Núna er tækifærið fyrir West Ham að koma sterkir í deildina og vinna þessa kampána, þeir geta ekki alla eilíf trjónað á toppnum þegar Rosicky er meiddur, og þegar Hleb bætist við verður þetta skrautlegt. Vantar bara Fabregas og Adebayor verði meiddir líka, og þá detta þeir niður :-) Verð mjög glaður ef West ham vinnur Arsenal, United tekur Birmingham og Newcastle tekur Manchester City, þá er þetta kölluð mögnuð helgi Joyful

olegunnarsolskjaerld5


mbl.is Gallas og Lehmann enn frá í liði Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmenn og fleira

Þar sem ég er töluvert nýr í blogginu hérna á mbl.is, langaði mér að ræða um kaupin á leikmönnum hjá Manchester Utd. í sumar.

Anderson: Mitt álit er að þessi ungi leikmaður hefur mjög mikla hæfileika en samt sem áður ungur, líkt og Nani, en geta samt báðir staðið sig á miðjunni í vetur.

Nani: Ungur, hæfileikaríkur, fljótur. Samt sem áður á hann mikið eftir að læra og mér finnst SAF hafa eytt of miklu í þennan unga mann. En samt sem áður er það smekksmál og alltaf nóg af seðlum þegar kemur að atvinnuknattspyrnu.

Hargreaves: Úff, bestu kaupin í sumar! Reynslubolti frá Bayern og mun rúlla upp miðjunni fyrir United, án efa maður sem fer aftan á United bol hjá mér í haust.

Annars myndi ég segja að þetta séu alveg fín kaup hjá kallinum, og að sjálfsögðu margar umræður á spjallborði manutd.is í kringum þetta, og góður plús að þær séu jákvæðar allar saman. Og það vantar að minnsta kosti 2-3 menn þarna sem voru keyptir, þ.á.m; Kuszczak, Tevez (?) og margir fleiri.


Höfundur

Óskar Halldór Guðmundsson
Óskar Halldór Guðmundsson

Bloggari og á fjórða ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband