18.1.2008 | 16:27
Hvar er..
...Fabregas, Adebayor eða Wenger gamli?
Glory Glory Man Utd! Glory Glory Man Utd!
UEFA útnefnir lið ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 17:30
Gleðilega hátíð
Fyrsta sem ég ætla að gera í þessu bloggi, er að óska öllum ( þeim sem kíkja á þetta blog ) gleðilegra hátíðar og nýs árs, og þakka kærlega fyrir árið sem er nú liðið, og ég vona að allir hafi sett sér áramótaheit, mín voru svo sem ekkert sérstök, aðalega þessi:
- Standa mig vel í ræktinni
- Stunda boltann að viti
- Vanda mig og leggja sem mesta áherslu á námið sem ég er að byrja í
- Eyða meiri tíma með kærustunni
En við hjúin komum á Norðfjörð 16. desember og eyddum jólafrí-inu ( sem við erum enn í ) fyrir austan, og jólin hafa verið bara mjög góð, þrátt fyrir lítið af djammi hjá mér, þá hef ég aðalega eytt því í leti. Byrjaði reyndar jólin á að fara á Fáskrúðsfjörð og vinna hjá Guðbjarti, það var allt í lagi að vísu, vinna frá 7-19:30, fór á Leiknisæfingu í leiðinni og var svo kominn aftur á Norðfjörð seinna í vikunni. Svo fékk ég nú að sjálfsögðu gjafir, eins og alltaf ég fékk...
- Blend peysu og Goal II á dvd frá Guðnýju
- Hluti í vetrardekk, DVD-ferðaspilari og Levi´s gallabuxur frá mömmu og stjúpa
- Racket grill frá tengdó
- Hluti í vetrardekk, joe boxer náttbuxur frá ömmu í Hfj og ömmu & afa á Sfj.
- Rakspíra frá Gunna og Lindu
- Simpsons myndin frá Berglindi
- Bolta frá litlu systur
- Rosalega flott sængurver og koddaver frá ömmu og afa í Rvk.
- og margt margt fleira..
Og auðvitað þakka ég fyrir alla gjafirnar, voru rosalega flottar og ég var hæstánægður með þær. Svo eigum við flug aftur 7. janúar suður, og skólinn byrjar 10. janúar, og ég sjálfur er orðinn spenntur fyrir nýja náminu sem ég er að fara í ( Grunndeild tré ). En ég held að ég hef sett nóg hér inn til að þetta kallist flott áramótablogg en ég skelli hérna 1-2 myndum, later.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007 | 10:42
Prófvika framundan
Það má setja á mig stimpilinn "Slappur bloggari" meðan við árangurinn hjá mér :-) En það er samt alltaf gaman að sjá nýjar og nýjar færslur. En sem betur fer er ekki mikið eftir af skólanum, einn dagur og svo prófvika. Svo má skjóta því inn í að ég kem svo austur 16. desember n.k. Svo er náttúrulega gaman að koma með lista yfir næstkomandi lokapróf:
- Íslenska
- Landafræði
- Enska
- Spænska*
- Sálfræði*
- Stærðfræði*
* = Miklar líkur að það verði erfitt próf.
Ég verð svona eiginlega að ná öllum, hámark er að falla í einum áfanga. Því þetta eru 16 einingar alls, og ef maður nær 9 einingum gildir þetta, en ef það sé undir því, þá fellur maður í öllu.....dammmdammdamm! Það verður bara að spýta í lófana og taka þessi próf með stæl. Svo fer ég á grunndeild tré eftir áramót. En svona til að koma að e-rju öðru, þá er vinna hjá mér og Guðnýju næstu helgi, erum að reyna fá frí á sunnudaginn útaf lokaprófi í íslensku, svo maður þurfi ekki að sitja kófsveittur á kvöldin að læra undir "Íslenskar bókmenntir til 1550". En ég ætla svona að hætta að kvelja ykkur á skólamálum, ætla að setja eitt youtube myndband hérna sem er frá leiknum í meistaradeildinni, Manchester United - Sporting Lissabon.
- Óskar Halldór Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2007 | 19:07
Litið á hlutina í öðru ljósi..
Mig langar dálítið að tjá mitt álit á þessu máli..
....okey, segjum svo að þú sért tónlistarmaður, ert að gefa þína fyrstu sólóplötu út, hrikalega ánægður og ert kannski kominn með samning við SMÁÍS um að þeir sjá um plöturnar fyrir þig. Svo eftir fyrsta útgáfudag, þá seljast nokkur hundruð eintök, en daginn eftir, lekur platan út á netið og á torrent síðu, og hvað heldurðu að þú græðir á því?
Þetta er nákvæmlega sama staða sem Páll Óskar lenti í, nema hann semur ekki við SMÁÍS um að þeir gefi plöturnar hans út. Þess vegna þurfti hann að taka sér stöðu um að kæra sjálfur manninn sem senti út plötuna á netið. Svo er fólk standslaust að væla út í SMÁÍS um að þeir séu að reyna "koma í veg fyrir niðurhal". Í alvörunni talað, er þetta ekkert vitlaust af þeim, fannst bara skrýtið að torrent.is var svona lengi uppi. Þrátt fyrir að það lá allt ljóst fyrir að þetta var samningsbundið o.s.frv. var þetta samt brot á höfundarétti hjá Íslensku þjóðinni.
Þrátt fyrir allt er mjög erfitt að koma í veg fyrir íslenskar torrent síður á netinu. Það koma alltaf nýjar leiðir; eftir að dc++ hætti, þá kom torrent. Eftir að torrent.is hættir, þá á maður alltaf von á nýrri torrent síðu. Málið er að ég sjálfur er ekkert á móti svona síðum eða forritum til að niðurhala gögnum, en ég held að það sé best fyrir sjálfa þjóðina að koma í veg fyrir að setja innlend gögn á netið. En ég meina, ef þér langar virkilega í dvd mynd eða nýja diskinn hjá eitthverjari hljómsveit, þá er alltaf hægt að rölta út í næsta Hagkaup og kaupa hana á 1.999- kr.
- Óskar Halldór Guðmundsson
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.11.2007 | 00:12
Hársbreidd frá sigri..
Jæja, góður leikur þrátt fyrir svekkelsi að vinna ekki leikinn. Samt sem áður var þetta góð frammistaða hjá United og jafntefli á erfiðum útivelli eru góð úrslit.
- Óskar Halldór
Gallas jafnaði á síðustu mínútu, Arsenal - Man.Utd 2:2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 19:27
Allt að koma
Arsenal - Manchester Utd.
Jæja, góðar fréttir þrátt fyrir vondu fréttirnar með Scholes. Svo náttúrulega var Anderson fínn á móti M'boro, og Nani náttúrulega tryggði sér byrjunarsæti fyrir frammistöðuna, flottasta mark sem ég hef séð á þessari leiktíð! Spái liðinu svona;
........................VDS.......................
Brown - Ferdinand - Vidic - O'Shea
Ronaldo - Hargreaves - Carrick/Anderson - Nani
..............Rooney - Tevez...............
Spái spennandi leik og úrslitin 2 -2, Tevez og Rooney með mörkin. Hvert er ykkar álit?
Ferdinand klár í toppslaginn gegn Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2007 | 13:41
Spá
Segji að leikurinn muni vera æsispennandi og Eiður og Emil búnir að fá fullt af góðum færum en rétt út fyrir og í stöng.
Á 36. mínútu nær Eiður marki með góðri stoðsendingu frá Arnari Þór Viðarsyni.
Á 63. mínútu skorar Ármann Smári Björnsson eftir að hafa skipt sér inn á fyrir Gunnar heiðar.
2 - 0 fyrir Íslandi. Þeir verða bara að koma sér upp eftir leikinn á móti Lettum, það var Stórslys með stóru S-i!
Byrjunarlið Íslands gegn Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2007 | 11:06
Sumarbústaðaferð
Jæja, margt hefur gerst um helgina, skal fara yfir nokkrar staðreyndir í fljótri runu;
- Fór í ljós á föstudaginn með Guðnýju, hrikalega þægilegt að komast í smá lit...
- Fórum í ELKO og keyptum nýja myndavél, Sony 7.2 pixla, hrikalega flott.
- Ég og Guðný keyrðum upp í bústað á föstudagskvöldinu, var frekar leiðinlegt veður á leiðinni, þoka og mikil rigning. Öll umferðin þurfti að vera á 40-70 km hraða alla leið.
- Höfðum það bara nice og slepptum okkur í Sex&theCity gláp og borðuðum popp og nammi
- Fórum svo daginn eftir aftur til Reykjavíkur, og það í hábjörtu veðri ( þökk sé guði ).
- Horfðum bara á mynd um kvöldið, á Music and Lyrics.
- Svo á sunnudaginn tók ég og Guðný próf á netinu í Sál103, og vill ég taka það fram að ég fékk 10 í því
- Svo fórum við Guðný í mat til Gunnars frænda, til að fagna að afi heitinn hefði verið sjötugur í dag, til hamingju með það afi, blessi sál þína. Fengum við Bayones-skinku og brúnaðar kartöflur, sem var bara glæsilegur matur og að sjálfsögðu malt og appelsín með.
Svo fékk ég úr ensku prófi úr 'The Hobbit' í dag, og ég fékk aðra flotta tíu í einkunn, þannig ég er bara í mjög góðu skapi og alls ekki niður látinn eftir þessar einkunnir. En ég held að ég sé búinn að blaðra nóg, þannig ég ætla að enda bloggið með nokkrum myndum frá helginni.
- Óskar H.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2007 | 10:49
Lofar góðu..
Núna er tækifærið fyrir West Ham að koma sterkir í deildina og vinna þessa kampána, þeir geta ekki alla eilíf trjónað á toppnum þegar Rosicky er meiddur, og þegar Hleb bætist við verður þetta skrautlegt. Vantar bara Fabregas og Adebayor verði meiddir líka, og þá detta þeir niður :-) Verð mjög glaður ef West ham vinnur Arsenal, United tekur Birmingham og Newcastle tekur Manchester City, þá er þetta kölluð mögnuð helgi
Gallas og Lehmann enn frá í liði Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2007 | 18:47
Stæðsta fíkniefnamál sögunnar?
Já talið er að þetta sé með þeim stæðstu fíkniefnamálum sögunnar á Íslandi. Það sem mig undraði nokkuð þar sem það getur verið að þetta gerðist á Fáskrúðsfirði, sem er þónokkuð nálægt bænum sem ég er frá ( Neskaupstaður ). Vona bara að þetta sé í fyrsta og síðasta skiptið sem þeir koma með svona "farm" til landsins, gott á þá að dópið verður upptækt og sitja uppi með 7-8 milljóna króna lán fyrir bátnum
50-60 kíló af amfetamíni í skútunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Síður
Þau nánustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar