Færsluflokkur: Vefurinn

Litið á hlutina í öðru ljósi..

Mig langar dálítið að tjá mitt álit á þessu máli..

....okey, segjum svo að þú sért tónlistarmaður, ert að gefa þína fyrstu sólóplötu út, hrikalega ánægður og ert kannski kominn með samning við SMÁÍS um að þeir sjá um plöturnar fyrir þig. Svo eftir fyrsta útgáfudag, þá seljast nokkur hundruð eintök, en daginn eftir, lekur platan út á netið og á torrent síðu, og hvað heldurðu að þú græðir á því?
       Þetta er nákvæmlega sama staða sem Páll Óskar lenti í, nema hann semur ekki við SMÁÍS um að þeir gefi plöturnar hans út. Þess vegna þurfti hann að taka sér stöðu um að kæra sjálfur manninn sem senti út plötuna á netið. Svo er fólk standslaust að væla út í SMÁÍS um að þeir séu að reyna "koma í veg fyrir niðurhal". Í alvörunni talað, er þetta ekkert vitlaust af þeim, fannst bara skrýtið að torrent.is var svona lengi uppi. Þrátt fyrir að það lá allt ljóst fyrir að þetta var samningsbundið o.s.frv. var þetta samt brot á höfundarétti hjá Íslensku þjóðinni.
      Þrátt fyrir allt er mjög erfitt að koma í veg fyrir íslenskar torrent síður á netinu. Það koma alltaf nýjar leiðir; eftir að dc++ hætti, þá kom torrent. Eftir að torrent.is hættir, þá á maður alltaf von á nýrri torrent síðu. Málið er að ég sjálfur er ekkert á móti svona síðum eða forritum til að niðurhala gögnum, en ég held að það sé best fyrir sjálfa þjóðina að koma í veg fyrir að setja innlend gögn á netið. En ég meina, ef þér langar virkilega í dvd mynd eða nýja diskinn hjá eitthverjari hljómsveit, þá er alltaf hægt að rölta út í næsta Hagkaup og kaupa hana á 1.999- kr.

- Óskar Halldór Guðmundsson


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óskar Halldór Guðmundsson
Óskar Halldór Guðmundsson

Bloggari og á fjórða ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband