10 dagar.

Jæja, ætlaði mér alltaf að skella einu bloggi þegar ég var kominn á klakann, og ég valdi matarpásuna í vinnunni til þess ( ég fékk mér pulsu í kaffinu svo ég er pakksaddur ).

Ég gerði annars fullt á Spáni, mest aðalega liggja í sólbaði en mikið meira..

  • Skoðuðum helling, m.a. fórum í gamla bæinn, laugarveginn hjá Levante ströndinni, Hótel Bali, flóamarkaði, Carrefour verslunina og risastóra verslunamiðstöð sem innihélt H&M, Zara og fullt af búðum.
  • Fórum í Aqualand, stæðsta vatnsrennibrautagarð í Evrópu. Eigum til fullt af myndum frá því og ég skelli þeim hingað þegar ég hef sett þær á netið.
  • Fórum í mini-golf hjá laugarveginum, skemmtilegustu brautir sem ég hef spilað á ævi minni, og mjög vandað umhverfi.
  • Keypti eitthvað af fötum, en ekkert meðan við Guðnýju sem tróð einni stórri ferðatösku bara af sínum fötum ( og SKÓM! ).

Já þessar 2 vikur voru mjög góðar, og hitinn var mjög fínn líka, oftast 30°c hiti og það var tekið á því í sólbaði :-) Ég datt nú ekki það mikið í það, en það var samt sem áður drukkið. Svona ein pæling í viðbót; Corona kostar 8,50 evrur á Spáni ( bruggaður í Mexíkó ) en San Miguel kostar 3 evrur ( bruggaður á Spáni ). Verðmunur er gríðarlegur þarna, mæli með Spáni ef fólk ætlar detta í það/versla.

En já, 10 dagar þangað til ég og kærastan flytjum í Kópavoginn. Eins og er, er ég að springa úr spenningi, og var varla að nenna að kíkja hingað austur þegar við komum við frá Spáni. En Neistaflug er í vændum næstu helgi, svo það togaði eitthvað í mann :-)

Þangað til næst..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér að blogga :) Ég sá um að versla fötin og þú um að versla snúrurnar og allt sem tengist sjónvörpum og tölvum.

Hlakka líka til að flytja suður :) Verður frábært. Sjáumst.

Guðný Björg (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óskar Halldór Guðmundsson
Óskar Halldór Guðmundsson

Bloggari og á fjórða ári í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband