Færsluflokkur: Bloggar
31.7.2007 | 12:31
10 dagar.
Jæja, ætlaði mér alltaf að skella einu bloggi þegar ég var kominn á klakann, og ég valdi matarpásuna í vinnunni til þess ( ég fékk mér pulsu í kaffinu svo ég er pakksaddur ).
Ég gerði annars fullt á Spáni, mest aðalega liggja í sólbaði en mikið meira..
- Skoðuðum helling, m.a. fórum í gamla bæinn, laugarveginn hjá Levante ströndinni, Hótel Bali, flóamarkaði, Carrefour verslunina og risastóra verslunamiðstöð sem innihélt H&M, Zara og fullt af búðum.
- Fórum í Aqualand, stæðsta vatnsrennibrautagarð í Evrópu. Eigum til fullt af myndum frá því og ég skelli þeim hingað þegar ég hef sett þær á netið.
- Fórum í mini-golf hjá laugarveginum, skemmtilegustu brautir sem ég hef spilað á ævi minni, og mjög vandað umhverfi.
- Keypti eitthvað af fötum, en ekkert meðan við Guðnýju sem tróð einni stórri ferðatösku bara af sínum fötum ( og SKÓM! ).
Já þessar 2 vikur voru mjög góðar, og hitinn var mjög fínn líka, oftast 30°c hiti og það var tekið á því í sólbaði :-) Ég datt nú ekki það mikið í það, en það var samt sem áður drukkið. Svona ein pæling í viðbót; Corona kostar 8,50 evrur á Spáni ( bruggaður í Mexíkó ) en San Miguel kostar 3 evrur ( bruggaður á Spáni ). Verðmunur er gríðarlegur þarna, mæli með Spáni ef fólk ætlar detta í það/versla.
En já, 10 dagar þangað til ég og kærastan flytjum í Kópavoginn. Eins og er, er ég að springa úr spenningi, og var varla að nenna að kíkja hingað austur þegar við komum við frá Spáni. En Neistaflug er í vændum næstu helgi, svo það togaði eitthvað í mann :-)
Þangað til næst..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2007 | 11:24
Kraftaverk
Nýburi með 26 stungusár borinn út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 20:33
Spánarferð
Þar sem ég mun alveg örugglega ekki blogga á næstunni, vildi ég skella einu bloggi í viðbót við þennan dag.
Stóra fréttin er sú að ég er að fara eldsnemma í fyrrarmálið að keyra suður með kærustunni, systur hennar og tengdafólkinu og flýg svo til Benedorm, og hef það nice í 2 vikur, frá öllu yði og asa. Í þessari ferð verður svo sannarlega tækifæri til þess að sletta úr klaufunum og djamma eitthvað að viti, annars er það alltaf spurning. Veit allavegna að Tryggvi félagi minn mun koma viku eftir að ég verð kominn og verður á eitthverju huge hóteli, alveg ábyggilega með allt innifalið :-)
Annars verð ég kominn heim aftur 29. júlí n.k. og aftur í bloggheiminn, svo er náttúrulega spurning hvort maður röltir inn á netcafé á Spáni, það er aldrei að vita, eftir veðurspánna eru sumir dagar "foggy" og með 21° hita, þá er alveg upplagt að skella sér fyrir framan tölvuskjáinn og spreyta sig á lyklaborðinu. En þetta er með svona síðustu skiptunum sem ég get eitthvað skemmt mér í sumar, seinasta skiptið verður um Verslunarmannahelgina og á Neskaupstað. Þá verður bara vika í hana þegar ég kem heim, alveg merkilegt hvað eitt sumar er fljótt að líða.
Þar sem ég ætla að hætta núna, skil ég bloggið eftir með einni fyndri klippu, og að sjálfsögðu frá youtube!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2007 | 19:20
Leikmenn og fleira
Þar sem ég er töluvert nýr í blogginu hérna á mbl.is, langaði mér að ræða um kaupin á leikmönnum hjá Manchester Utd. í sumar.
Anderson: Mitt álit er að þessi ungi leikmaður hefur mjög mikla hæfileika en samt sem áður ungur, líkt og Nani, en geta samt báðir staðið sig á miðjunni í vetur.
Nani: Ungur, hæfileikaríkur, fljótur. Samt sem áður á hann mikið eftir að læra og mér finnst SAF hafa eytt of miklu í þennan unga mann. En samt sem áður er það smekksmál og alltaf nóg af seðlum þegar kemur að atvinnuknattspyrnu.
Hargreaves: Úff, bestu kaupin í sumar! Reynslubolti frá Bayern og mun rúlla upp miðjunni fyrir United, án efa maður sem fer aftan á United bol hjá mér í haust.
Annars myndi ég segja að þetta séu alveg fín kaup hjá kallinum, og að sjálfsögðu margar umræður á spjallborði manutd.is í kringum þetta, og góður plús að þær séu jákvæðar allar saman. Og það vantar að minnsta kosti 2-3 menn þarna sem voru keyptir, þ.á.m; Kuszczak, Tevez (?) og margir fleiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Síður
Þau nánustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar